Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves vill snúa aftur til Evrópu
Dani Alves gæti snúð aftur til Evrópu
Dani Alves gæti snúð aftur til Evrópu
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves vill snúa aftur í Evrópuboltann aðeins ári eftir að hafa snúið aftur til Brasilíu til að spila með Sao Paulo.

Alves er einn besti hægri bakvörður allra tíma og hefur unnið titla með Sevilla, Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain á ferlinum en hann ákvað að yfirgefa franska félagið á síðasta ári og semja við Sao Paulo.

Hann gerði samning til 2022 en vill nú komast burt frá félaginu eftir aðeins eitt ár þar. Hann skoraði átta mörk á fyrstu leiktíð sinni þar en samband hans og stuðningsmanna liðsins er afar slæmt og vill hann komast frá félaginu sem fyrst.

Alves, sem er 37 ára, vill snúa aftur til Evrópu en ljóst er að fjölmörg lið myndu hafa áhuga á því að fá þennan reynda bakvörð.

Hann vann 36 titla á tíma sínum í Evrópu og vill hann halda áfram að skreyta magnaðan feril sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner