Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. október 2021 12:27
Fótbolti.net
Heimild: Stundin 
Eggert Gunnþór sá sem sakaður er um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stundin greinir frá því að Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, sé sá leikmaður sem sakaður hefur verið um að brjóta kynferðislega gegn konu eftir landsleik í Danmörku 2010, ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Þetta staðfestir Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, í samtali við Stundina og segist vera í beinu sambandi við lögmenn Eggerts og Arons.

„Hver segir að það sé lögreglurannsókn í gangi? Í fyrsta lagi veit hvorki þú né ég hvort þessir menn hafi verið kærðir, enda áhöld um hvort búið sé að kæra. Það skulum við fyrst hafa á hreinu," segir Viðar.

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar hefur staðfest í samtali við DV að lögreglan hafi til rannsóknar meint kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í Danmörku 2010.

Viðar segist ekki ætla að saka neinn um að ljúga í þessu máli enda geti hann það ekki. „Ég get það ekki. Ég var ekki þarna, Ég var í Kaupmannahöfn en ég var ekki á staðnum," segir Viðar við Stundina en hann var í landsliðsnefnd á þessum tíma.

Nánar er fjallað um málið í Stundinni sem kom út í dag.

Aron Einar hefur ekki verið í landsliðshópnum að undanförnu en Eggert, sem lék síðast landsleik 2019, lék átján leiki með FH í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner