Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Betra frá Arsenal - Aftur á sigurbraut
Smith-Rowe skoraði þriðja mark Arsenal.
Smith-Rowe skoraði þriðja mark Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 1 Aston Villa
1-0 Thomas Teye Partey ('23 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('45 )
3-0 Emile Smith-Rowe ('56 )
3-1 Jacob Ramsey ('82 )

Arsenal komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið fékk Aston Villa í heimsókn.

Arsenal spilaði mjög illa á heimavelli gegn Crystal Palace síðasta mánudag, en liðið náði að bjarga stigi þar á síðustu stundu.

Það gekk betur hjá Lundúnaliðinu í dag. Thomas Partey skoraði fyrsta markið eftir hornspyrnu. Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa, leit mjög illa út í dekkningunni.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði svo áður en flautað var til hálfleiks. Emi Martinez, fyrrum liðsfélagi Aubameyang, varði vítaspyrnu hans en sóknarmaðurinn fylgdi á eftir og skoraði.

Emile Smith-Rowe gekk svo endanlega frá leiknum með marki snemma í seinni hálfleiknum.

Jacob Ramsey, sem er efnilegur leikmaður, náði að minnka muninn á 82. mínútu, en lengra komst Villa ekki. Lokatölur 3-1 fyrir Arsenal á Emirates-vellinum.

Arsenal hoppar upp í níunda sæti með þessum sigri; liðið er núna með 14 stig. Aston Villa er í 13. sæti með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner