Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. október 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaf Svövu öll Valsfötin sín - Dreymir um að tvisturinn færist ofar
Icelandair
Sif og Svava Rós.
Sif og Svava Rós.
Mynd: Aðsend
Svava Rós Guðmundsdóttir sagði í samtali við Fótbolta.net fyrr á þessu ári frá því að hún hafi alltaf spilað í treyju númer tvö út af Sif Atladóttur.

„Þegar ég var kannski ellefu ára þá er Sif að spila með Val, mig minnir að það hafi verið eftir tímabilið. Þá kom Sif til mín og gaf mér Valstreyjuna sem hún spilaði í. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn ánægð með neina gjöf. Alla yngri flokkana spilaði ég í þessari treyju og eftir það hef ég alltaf verið númer 2," sagði Svava.

Alltaf númer 2 út af Sif - „Má segja að hún sé goðsögn"

Þær Sif og Svava eru báðar í íslenska landsliðshópnum og var Sif til viðtals á miðvikudag. Fréttaritari spurði hana hvort hún myndi eftir því að hafa gefið Svövu treyjuna.

„Já, ég man að ég var að fara frá Val og hún var í yngri flokkunum. Hún fékk í gjöf eiginlega öll fötin sem ég átti í Val. Síðan þá hefur hún fest sig í tvistinum og mér finnst þetta dásamlegt," sagði Sif.

„Tvisturinn hefur í gegnum árin ekki verið uppáhalds númerið hjá leikmönnum en það sem mér finnst ennþá betra er að hún er að spila sem senter í tvistinum. Minn draumur lifir ennþá að tvisturinn fari að færast ofar á völlinn," sagði Sif og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner