Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 22. nóvember 2021 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Havertz tæpur en Lukaku gæti komið við sögu
Lukaku og Jorginho
Lukaku og Jorginho
Mynd: EPA
Kai Havertz er tæpur fyrir leik Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni á morgun. Hins vegar er smá möguleiki á því að Romelu Lukaku taki þátt í leiknum.

Lukaku æfði með Chelsea í dag en hann hefur verið frá vegna ökklameiðsla. Það var spurning með Jorginho eftir að hann meiddist gegn Leicester en hann verður klár í slaginn.

„Við erum ekki vissir með Lukaku, við eigum eina æfingu eftir fyrir leik. Hann er að fara hitta lækna og sjúkraþjálfara og við munum svo sjá til á næstu æfingu," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, á fréttamannafundi í dag.

Chelsea tapaði fyrri leiknum en liðin eru á toppi H-riðils. Juve er með tólf stig, Chelsea er með níu stig, Zenit er með þrjú stig og Malmö er án stiga.

Athugasemdir
banner
banner