Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 22. nóvember 2023 11:09
Elvar Geir Magnússon
Gagnrýnir það að dómari frá Manchester dæmi Man City - Liverpool
Chris Kavanagh.
Chris Kavanagh.
Mynd: EPA
Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys gagnrýnir þá ákvörðun að láta Chris Kavanagh dæma stórleik Manchester City og Liverpool á laugardaginn. Kavanagh fæddist á Manchester-svæðinu.

Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa lýst yfir óánægju sinni með valið á dómaranum fyrir leikinn.

„Ég efast ekki um að Chris Kavanagh reyni að vera faglegur í leiknum en hvað ef eitthvað gerist?" skrifar Keys.

„Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis? Og á tímabili eins og þessu er líklegt að eitthvað fari úrskeiðis. Til hvers að setja þessa auka pressu á hann? Eru ekki til fleiri dómarar?“

Kavanagh fæddist á spítala sem er rétt hjá Etihad en eins og einn stuðningsmaður á X benti á þá var ekki búið að byggja leikvanginn þegar hann fæddist.

Þá má geta þess að Liverpool hefur vegnað býsna vel í leikjum sem Kavanagh hefur dæmt, unnið þrettán af fimmtán.

Kavanagh var VAR dómari á Slóvakía - Ísland á dögunum en Íslendingar voru ekki sáttir við vítaspyrnuna sem Slóvakar fengu í gegnum VAR.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner