Daily Mail hefur tekið saman lista yfir fimm framherja sem Liverpool gæti reynt við í janúar eftir meiðsli Alexander Isak.
Isak fór meiddur af velli eftir að hafa skorað gegn Tottenham síðastliðinn laugardag.
Isak fór meiddur af velli eftir að hafa skorað gegn Tottenham síðastliðinn laugardag.
Það er ekki alveg komið í ljós hversu lengi Isak verður frá en það er óttast að hann verði frá í dágóðan tíma.
Isak gekk til liðs við Liverpool frá Newcastle síðasta sumar fyrir 125 milljónir punda en hann er dýrasti leikmaður í sögu deildarinnar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar en markið gegn Tottenham var aðeins annað markið hans í deildinni.
Eftir meiðsli Isak eru möguleikar Liverpool framarlega á vellinum af skornum skammti og ákvað Daily Mail því að henda í fimm manna lista. Þessir leikmenn gætu verið fáanlegir á ágætis verði í janúar.
Ivan Toney - Hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina nánast alveg frá því hann fór til Sádi-Arabíu. Það styttist í HM og ef Toney ætlar með þangað þá þarf hann líklega að spila í sterkari deild. Er talinn fáanlegur fyrir 20 milljónir punda.
Dusan Vlahovic - Serbneski sóknarmaðurinn var fyrir stuttu talinn einn mest spennandi sóknarmaður álfunnar. Hefur skorað 64 mörk í 162 leikjum fyrir Juventus en samningur hans rennur út næsta sumar og hann er því fáanlegur í janúar.
Aleksandar Mitrovic - Annar leikmaður sem er að spila í Mið-Austurlöndum og er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann var orðaður við Manchester United síðasta sumar. Er 31 árs en er enn í miklum markaskóm.
Danny Welbeck - Spurning hvort þessi uppaldi Manchester United maður hafi áhuga á því að fara á Anfield. Svo er bara spurning hvort hann vilji almennt fara frá Brighton þar sem hann er lykilmaður, en á hann meiri möguleika á að fara á HM ef hann spilar vel fyrir Liverpool?
Athugasemdir




