Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm framherjar sem Liverpool gæti reynt við í janúar
Alexander Isak meiddist illa gegn Tottenham.
Alexander Isak meiddist illa gegn Tottenham.
Mynd: EPA
Daily Mail hefur tekið saman lista yfir fimm framherja sem Liverpool gæti reynt við í janúar eftir meiðsli Alexander Isak.

Isak fór meiddur af velli eftir að hafa skorað gegn Tottenham síðastliðinn laugardag.

Það er ekki alveg komið í ljós hversu lengi Isak verður frá en það er óttast að hann verði frá í dágóðan tíma.

Isak gekk til liðs við Liverpool frá Newcastle síðasta sumar fyrir 125 milljónir punda en hann er dýrasti leikmaður í sögu deildarinnar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar en markið gegn Tottenham var aðeins annað markið hans í deildinni.

Eftir meiðsli Isak eru möguleikar Liverpool framarlega á vellinum af skornum skammti og ákvað Daily Mail því að henda í fimm manna lista. Þessir leikmenn gætu verið fáanlegir á ágætis verði í janúar.
Athugasemdir
banner
banner