Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   mán 22. desember 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Hann er næsti fyrirliði Englands
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney, goðsögn í enskum fótbolta, er mikill aðdáandi miðjumannsins Declan Rice.

David Moyes, stjóri Everton, sagði eftir tap gegn Arsenal um helgina að Rice væri líklega besti miðjumaður í heimi og Rooney er ekki síður mikill aðdáandi.

„Declan Rice er ótrúlegur," sagði Rooney í hlaðvarpi sínu.

Rooney vill meina að Rice hafi allan pakkann sem miðjumaður. „Maður hugsar af hverju boltinn fellur alltaf fyrir hann. Það er vegna þess að hann les leikinn svo vel."

Arsenal þarf á Rice að halda til að vinna ensku úrvalsdeildina og enska landsliðið þarf á honum að halda til að gera góða hluti á HM á næsta ári.

„Harry Kane er fyrirliðinn en Rice er framtíðarfyrirliði Englands. Allir virðast elska hann og hann er ómissandi fyrir enska landsliðið," sagði Rooney.
Athugasemdir
banner