Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 20:00
Kári Snorrason
Viðtal
Tilboð borist í Adolf, Baxter á förum og hafsent á óskalistanum
„Það hafa einhver tilboð borist í Adolf. Einhverjum hefur verið neitað, einhverjum tekið og eitthvað ennþá í gangi. Hann er þannig leikmaður að hann á skilið stærra hlutverk en hann hefur fengið.“
„Það hafa einhver tilboð borist í Adolf. Einhverjum hefur verið neitað, einhverjum tekið og eitthvað ennþá í gangi. Hann er þannig leikmaður að hann á skilið stærra hlutverk en hann hefur fengið.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta voru of miklar breytingar í fyrra og við munum passa upp á það í framtíðinni að þetta verði ekki svona aftur.
Þetta voru of miklar breytingar í fyrra og við munum passa upp á það í framtíðinni að þetta verði ekki svona aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„En hópurinn er góður og ef við sleppum við áföll þá þurfum við engar liðsstyrkingar“
„En hópurinn er góður og ef við sleppum við áföll þá þurfum við engar liðsstyrkingar“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Breki Baxter er á förum frá Stjörnunni. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá ÍBV.
Þorlákur Breki Baxter er á förum frá Stjörnunni. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Stjörnunnar.
Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan endaði í 3. sæti á síðustu leiktíð.
Stjarnan endaði í 3. sæti á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur bætt við sig tveimur leikmönnum eftir tímabilið í Bestu deildinni. Garðbæingar bættu heldur betur við sig og sóttu Birni Snæ Ingason skömmu eftir tímabil. Þá sótti félagið jafnframt markvörðinn Darra Bergmann Gylfason frá Augnablik.

Jökull Elísabetarson er ánægður með leikmannahóp liðsins en segir ekki ólíklegt að fleiri leikmenn bætist við hópinn. Hann horfir þá mest í hafsenta- og framherjastöðuna.

Fótbolti.net ræddi við Jökul um leikmannamál Stjörnunnar.

Of miklar breytingar í fyrra
„Nei, ég býst ekki við miklum breytingum á leikmannahópnum. Það voru ansi miklar breytingar á milli ára í fyrra. Þá skulduðum við svolítið að bæta við hópinn, bættum litlu við árinu áður. Síðasta árið hafa komið ansi margir leikmenn, komu þrír leikmenn í sumarglugganum plús Caulker.

Þetta voru of miklar breytingar í fyrra og við munum passa upp á það í framtíðinni að þetta verði ekki svona aftur. En aftur á móti er ekkert óhugsandi að það komi einn, tveir leikmenn í viðbót. Ég er mjög ánægður með hópinn en þetta á eftir að koma betur í ljós.“


Slúðrað um Kristinn Jónsson og Sigurð Egil
Það hefur verið rætt um að Stjarnan hafi verið í viðræðum við Kristinn Jónsson, en hann framlengdi við Breiðablik nýverið. Í viðtali við Fótbolta.net á dögunum sagði Kristinn hafa verið langt kominn í viðræðum við annað félag en Breiðablik. Jökull var spurður hvort að viðræður við Kristinn hafi átt sér stað.

„Ég tek pólitíska pólinn ef við ræðum um leikmenn annarra félaga. Kiddi er auðvitað frábær leikmaður og flottur karakter. Hann er bara í Breiðablik og ég held að það sé mjög spennandi fyrir hann og Blika að vera þar. Það geta einhverjir aðrir komið út með það hverjir voru á eftir honum. Það hljóta að hafa verið einhver lið á eftir svona leikmanni.“

Í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn voru vangaveltur um hvort að Sigurður Egill Lárusson væri á leið í Garðabæinn, er það leikmaður sem þið skoðið?

„Ég held að Siggi, eins frábær leikmaður og hann er, sé ekki að koma inn í hópinn hjá okkur. Akkúrat núna erum við að skoða möguleikana hjá okkur í þessa stöðu. Örvar Logi hefur verið svolítið einn með vinstri bakvarðarstöðuna. Damil (Dankerlui) hefur líka verið að taka stöðuna. Það er leiðin sem við erum að fara til þess að auka samkeppnina í þessari stöðu hjá okkur núna. Þannig ég á ekki von á því að Siggi komi til okkar.“

Hafsent á óskalistanum
Ertu að horfa í að styrkja ákveðna stöðu?

„Miðað við tímabilið sem við erum að horfa á, þá myndum við vilja vera með fjóra hafsenta. Við erum með þrjá sterka hafsenta sem við erum mjög ánægðir með. Sindri og Gummi eru með mikla reynslu, Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) hefur komið vel inn. Hann er reynsluminni en hefur nánast alltaf 'deliverað' rosalega þegar hann spilar. Miðað við það álag sem við viljum hafa, þá myndum við vilja vera við öllu búnir og með því að vera með fjóra hafsenta.

Að öðru leyti er erfitt að segja til um það. Við höfum verið að hugsa með framherjana okkar. Bæði Andri og Emil hafa verið meiddir en ég á ekkert endilega von á því að við sækjum senter, við erum með tvo ansi sterka. Kannski eigum við eftir að skoða hvort að aðrir leikmenn hjá okkur geta leyst þessa stöðu ef við lendum í einhverjum vandræðum með þetta. Það eru kannski helst þessar tvær stöður sem við horfum í. En hópurinn er góður og ef við sleppum við áföll þá þurfum við engar liðsstyrkingar.“


Þorlákur Breki Baxter á förum og tilboð borist í Adolf

„Breki er að fara, ég held að það sé alveg ljóst. Það er annar öflugur leikmaður sem fékk stórt hlutverk í sumar og leysti það vel. Láki nýtti hann mjög skemmtilega í Eyjaliðinu. Ég reikna með að þetta klárist fljótt, ef að þetta hefur ekki klárast nú þegar,“ segir Jökull en Keflavík og ÍBV eru liðin sem hafa verið í baráttu um að fá Þorlák Breka í sínar raðir.

Adolf Daði hefur þá verið orðaður sterklega við Keflavík.

„Það hafa einhver tilboð borist í Adolf. Einhverjum hefur verið neitað, einhverjum tekið og eitthvað ennþá í gangi. Hann er þannig leikmaður að hann á skilið stærra hlutverk en hann hefur fengið. Hann lítur rosalega vel út. Ég hef sagt það við alla sem vilja eða vilja ekki heyra að hann er síðasti leikmaður sem ég vil missa.

En mér finnst ég ekki getað stoppað hann ef hann kemst í eitthvað spennandi sem hentar honum. Mér fyndist það illa gert að stoppa það af. Ég held að hann sé ekkert að drífa sig.“


Eru þetta tilboð frá Keflavík?

„Þeir hafa verið inn í þessu. Það hafa verið þrjú, fjögur lið inn í þessu. Við sjáum hvað gerist.“
Athugasemdir
banner
banner