Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 17. desember 2025 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik, skrifar undir eins árs framlengingu á núgildandi samningi.

Kristinn er 35 ára vinstri bakvörður, uppalinn Bliki sem sneri aftur í Breiðablik fyrir tímabilið 2024 eftir veru í Vesturbænum. Hann er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikartitil sem leikmaður félagsins.

Hann ræddi við Fótbolta.net á Hilton hótelinu í Strasbourg, en annað kvöld fer fram leikur Strasbourg og Breiðabliks. Hann opinberaði í viðtalinu að hann hefði verið í viðræðum við annað félag.

„Ég er búinn að gera eins árs samning við Breiðablik."

„Já, ég get verið hreinskilinn með það að ég tók mér langan tíma í að hugsa þetta og það var annar möguleiki í boði sem ég var að pæla í. Það hefur svo sem aldrei verið markmiðið að klára þetta í Breiðabliki, en hér á ég dálítið heima, líður vel og erfitt að fara í eitthvað annað."

„Þetta var annað félag í Bestu deildinni og fór nokkuð langt."

„Breiðablik er niðurstaðan og ég er hrikalega spenntur fyrir því að taka heilt undirbúningstímabil á næsta ári og vera í aðeins betra standi í byrjun móts heldur en ég var þegar ég kem inn í mitt mót á þessu ári,"
segir Kristinn.

Hann missti af fyrstu mánuðum Íslandsmótsins og kom alls við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner