Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 22. desember 2025 00:07
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves jafnaði met Sheffield United
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils. Liðið er enn án sigurs og aðeins með 2 stig eftir 17 umferðir.

Úlfarnir töpuðu heimaleik gegn Brentford um helgina og skrifuðu sig um leið í sögubækurnar.

Ekkert félagslið í sögu fjögurra efstu deilda enska boltans hefur verið með minna en 2 stig eftir 17 umferðir af deildarkeppni síðan árið 1888. Sheffield United afrekaði þetta tímabilið 2020-21 og deila félögin því þessu meti sín á milli. Fyrir það var Newport County aðeins með 2 stig eftir 17 umferðir í fjórðu efstu deild enska boltans tímabilið 1970-71.

Stuðningsfólk félagsins er skiljanlega mjög ósátt með stöðu mála en reiðin beinist ekki að Rob Edwards sem er við stjórnvölinn, heldur að eigendum félagsins og leikmönnum. Edwards tók við stjórn á Wolves snemma í nóvember eftir að Vítor Pereira var látinn taka pokann sinn.

„Við gáfum þeim fyrra markið, þetta er mark sem við ættum aldrei nokkurn tímann að geta fengið á okkur. Það er eins og við séum með einhverja sjálfseyðingarhvöt. Þetta var ömurlegur varnarleikur og eftir þetta var leikurinn ennþá erfiðari. Það er mikil pressa á leikmönnum útaf slæmu gengi og það er þungt högg fyrir strákana að lenda undir," sagði Edwards eftir tapið gegn Brentford.

„Ég skil þetta ekki alveg vegna þess að við eigum oft frábæra kafla í leikjum. Við gerum alltaf einhver stór mistök og strákarnir eru alltof hræddir við að gera mistök. Það hefur áhrif á spilamennskuna. Sjálfstraust er mikilvægt í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner