Það eru þrír leikir búnir í A-deild Fótbolta.net mótsins. Þessir leikir enduðu með stórsigrum FH, Breiðbliks og HK.
FH tók á móti Grindavík í Skessunni og þar skoruðu tveir nýir leikmenn fyrir FH, þeir Matthías Vilhjálmsson og Oliver Heiðarsson. Matthías er kominn aftur heim eftir langa dvöl í atvinnumennsku. FH fór með 4-1 sigur af hólmi en liðið tapaði gegn Keflavík um síðustu helgi.
Í sama riðli vann Breiðablik öruggan, 6-1 sigur á Keflavík. Þar skoraði Thomas Mikkelsen þrennu fyrir Breiðablik og gerði Gísli Eyjólfsson eitt. Breiðablik er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 9:1. FH og Keflavík eru með þrjú stig og Grindavík án stiga.
HK burstaði þá Gróttu, 5-1, þrátt fyrir að hafa verið lengst af einum færri. Stefan Ljubicic og Ásgeir Marteinsson gerðu báðir tvö mörk fyrir HK sem var að spila sinn fyrsta leik í mótinu.
FH 4 - 1 Grindavík
Mörk FH: Steven Lennon, Matthías Vilhjálmsson, Oliver Heiðarsson, Jónatan Ingi Jónsson.
Mark Grindavíkur: Freyr Jónsson.
Keflavík 1 - 6 Breiðablik
1-0 Frans Elvarsson
1-1 Thomas Mikkelsen
1-2 Thomas Mikkelsen
1-3 Thomas Mikkelsen
1-4 Gísli Eyjólfsson
1-5 Höskuldur Gunnlaugsson
1-6 Gísli Eyjólfsson
HK 5 - 1 Grótta
1-0 Stefan Ljubicic
2-0 Stefan Ljubicic
2-1 Markaskorara vantar
3-1 Bjarni Gunnarsson
4-1 Ásgeir Marteinsson
5-1 Ásgeir Marteinsson
Athugasemdir