Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sanngjarn sigur Chelsea - Með gott tak á nágrönnunum
Thiago Silva fagnar marki sínu.
Thiago Silva fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 0 Tottenham
1-0 Hakim Ziyech ('47 )
2-0 Thiago Silva ('55 )

Það var Chelsea sem fór með sigur af hólmi í stórleik helgarinnar gegn Tottenham.

Heimamenn í Chelsea fóru vel af stað og fékk Romelu Lukaku fínt færi snemma leiks. Skot hans var hins vegar yfir markið. Saga tímabilsins hjá honum.

Eftir um 20 mínútna leik fór fram VAR-skoðun þegar Matt Doherty, leikmaður Tottenham, steig á Malang Sarr, varnaramann Chelsea. Doherty fékk að vera áfram inn á vellinum.

Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik dró til tíðinda. Harry Kane skoraði fyrir Tottenham, en markið var dæmt af vegna brot. Það voru ekki allir sammála þeirri ákvörðun.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir aðeins tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Hakim Ziyech fyrir Chelsea með gríðarlega fallegu skoti. Hann braut ísinn og kom Chelsea í forystu. Stuðningsfólk Chelsea þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta marki, það gerði varnarmaðurinn Thiago Silva á 55. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mason Mount.

Skyndilega var leikurinn svo gott sem búinn. Steven Bergwijn og Harry Kane fengu tækifæri til að jafna, en þeim tókst það ekki. Lokatölur 2-0 fyrir Chelsea og sigurinn mjög sanngjarn. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu þar sem Chelsea leggur Spurs, í fjórum tilraunum.

Chelsea er í þriðja sæti með 47 stig og Tottenham er í sjöunda sæti með 36 stig. Þetta er fyrsta tap Tottenham í deildinni undir stjórn Antonio Conte; það kom gegn hans gamla félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner