Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. janúar 2022 11:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves styður Traore eins og Tottenham studdi Kane
Mynd: Getty Images
Adama Traore leikmaður Wolves er sagður vera á leiðinni til Tottenham en 15 milljón punda tilboði í leikmanninn var neitað.

Hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum en Bruno Lage stjóri Úlfanna hefur engar áhyggjur af gangi mála.

„Ég sé engan mun á hegðuninni eða hugarfarinu hans svo ég er sáttur. Hann er enn sami leikmaðurinn. Hann á bara eitt ár eftir. Félagið er að ræða við hann og hann talar við þá og þeir munu ákveða framhaldið. Ég er ánægður með hann það er það eina sem ég get sagt. Hann er einbeittur," sagði Lage.

Lage segir að hann muni styðja sinn mann eins og Tottenham gerði við Kane í sumar er hann vildi ganga til liðs við Man City.

„Við erum með topp leikmann, frábæran gaur. Ég man hversu mikið Tottenham studdi Harry Kane í byrjun tímabils. Við munum stiðja okkar leikmann því við höfum mikla trú á Traore."

Traore kom inná sem varamaður í 2-1 sigri liðsins á Brenford í gær. Hann setti boltann í netið í uppbótartíma en eftir skoðun í VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu.
Athugasemdir
banner
banner