Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal hættir við að hefja æfingar - Leikmenn áfram heima
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur hætt við að hefja æfingar á nýja leik á morgun eins og áætlað var.

Leikmenn Arsenal hafa verið í sóttkví undanfarna 13 daga eftir að stjórinn Mikel Arteta greindist með kórónuveiruna.

Áætlað var að leikmenn Arsenal myndu mæta til æfinga á ný á morgun en félagið hefur nú hætt við það.

„Það væri óviðeigandi og óábyrgðarfullt að biðja leikmenn að koma til baka á þessum tíma," segir í yfirlýsingu frá Arsenal.

Ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað tl að minnsta kosti 30. apríl vegna kórónuveirunnar en miklar aðgerðir eru í gangi í Englandi þessa dagana vegna veirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner