Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   fim 23. mars 2023 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar: Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins en hann segir tapið þó ekki vera of mikið högg.

Íslenska liðið bauð upp á arfaslaka frammistöðu í dag og var einhvern vegin ekkert sem gekk upp, hvorki varnarlega né sóknarlega.

„Já, þetta var ekki nógu gott í dag. Við mættum eiginlega ekki til leiks og ég veit ekki af hverju það var þannig. Við vorum eftir á í öllu og þeir hlupu eiginlega bara yfir okkur.“

„Það vantaði í seinni bolta, einvígi og þeir unnu næstum því allt og við vorum ekki nógu grimmir í einn og einn og þannig. Það vantaði helling.“

„Það er högg að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið á þessu núna, við klárum þetta í kvöld og svo er næsti leikur. Þetta var ekkert of mikið högg.“


Hákon var að spila á miðjunni með Arnóri Ingva Traustasyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann segir það hafa verið fínt þó þeir hafi aldrei spilað saman á miðsvæðinu.

„Mér fannst við fljóta boltanum vel í seinni hálfleik. Mér fannst miðjan fín í dag en hefðum getað verið betri í seinni boltunum í fyrri hálfleik en svo falla þeir niður í seinni og við höldum fínt í hann en megum skapa okkur aðeins meira.“

Hákon kom sér í fínt færi í byrjun síðari hálfleiks en rann til og var það einhvern vegin saga leiksins.

„Já, það er mjög pirrandi. Það voru litlu hlutirnir sem voru ekki að falla með okkur og auðvitað renn ég þarna þegar við erum alveg að detta í gegn. Við þurfum að sjá hvað við gerðum vel og hvað við gerðum illa og bæta það, svo er næsti leikur,“ sagði Hákon í lokin.
Athugasemdir