Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 23. mars 2023 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar: Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins en hann segir tapið þó ekki vera of mikið högg.

Íslenska liðið bauð upp á arfaslaka frammistöðu í dag og var einhvern vegin ekkert sem gekk upp, hvorki varnarlega né sóknarlega.

„Já, þetta var ekki nógu gott í dag. Við mættum eiginlega ekki til leiks og ég veit ekki af hverju það var þannig. Við vorum eftir á í öllu og þeir hlupu eiginlega bara yfir okkur.“

„Það vantaði í seinni bolta, einvígi og þeir unnu næstum því allt og við vorum ekki nógu grimmir í einn og einn og þannig. Það vantaði helling.“

„Það er högg að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið á þessu núna, við klárum þetta í kvöld og svo er næsti leikur. Þetta var ekkert of mikið högg.“


Hákon var að spila á miðjunni með Arnóri Ingva Traustasyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann segir það hafa verið fínt þó þeir hafi aldrei spilað saman á miðsvæðinu.

„Mér fannst við fljóta boltanum vel í seinni hálfleik. Mér fannst miðjan fín í dag en hefðum getað verið betri í seinni boltunum í fyrri hálfleik en svo falla þeir niður í seinni og við höldum fínt í hann en megum skapa okkur aðeins meira.“

Hákon kom sér í fínt færi í byrjun síðari hálfleiks en rann til og var það einhvern vegin saga leiksins.

„Já, það er mjög pirrandi. Það voru litlu hlutirnir sem voru ekki að falla með okkur og auðvitað renn ég þarna þegar við erum alveg að detta í gegn. Við þurfum að sjá hvað við gerðum vel og hvað við gerðum illa og bæta það, svo er næsti leikur,“ sagði Hákon í lokin.
Athugasemdir
banner
banner