Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 23. mars 2023 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar: Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins en hann segir tapið þó ekki vera of mikið högg.

Íslenska liðið bauð upp á arfaslaka frammistöðu í dag og var einhvern vegin ekkert sem gekk upp, hvorki varnarlega né sóknarlega.

„Já, þetta var ekki nógu gott í dag. Við mættum eiginlega ekki til leiks og ég veit ekki af hverju það var þannig. Við vorum eftir á í öllu og þeir hlupu eiginlega bara yfir okkur.“

„Það vantaði í seinni bolta, einvígi og þeir unnu næstum því allt og við vorum ekki nógu grimmir í einn og einn og þannig. Það vantaði helling.“

„Það er högg að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið á þessu núna, við klárum þetta í kvöld og svo er næsti leikur. Þetta var ekkert of mikið högg.“


Hákon var að spila á miðjunni með Arnóri Ingva Traustasyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann segir það hafa verið fínt þó þeir hafi aldrei spilað saman á miðsvæðinu.

„Mér fannst við fljóta boltanum vel í seinni hálfleik. Mér fannst miðjan fín í dag en hefðum getað verið betri í seinni boltunum í fyrri hálfleik en svo falla þeir niður í seinni og við höldum fínt í hann en megum skapa okkur aðeins meira.“

Hákon kom sér í fínt færi í byrjun síðari hálfleiks en rann til og var það einhvern vegin saga leiksins.

„Já, það er mjög pirrandi. Það voru litlu hlutirnir sem voru ekki að falla með okkur og auðvitað renn ég þarna þegar við erum alveg að detta í gegn. Við þurfum að sjá hvað við gerðum vel og hvað við gerðum illa og bæta það, svo er næsti leikur,“ sagði Hákon í lokin.
Athugasemdir
banner