Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   sun 23. mars 2025 20:56
Anton Freyr Jónsson
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Icelandair
watermark Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum leikinn auðvitað vel, fengum mark og tilfinningin var góð síðan einhverneigin lendum við á eftir í duelunum og það er undir okkur leikmannana að vera 100% klárir í því og þetta eru svona basic hlutir sem við þurfum bara einfaldlega að gera betur allir sem einn. og þeir voru bara einfaldlega betri en við í dag" sagði fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C deild Þjóðardeildar UEFA. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Mér fannst við koma af krafti inn í leikinn, byrjuðum mjög vel, sóttum hart og það var svosem það sem við ætluðum að gera í byrjun."

Orri Steinn vildi ekki fara mikið út í það sem var farið yfir í hálfleik annað en liðið þurfti að berjast meira.

„Ég ætla að halda því bara innanborðs. Það var í rauninni bara einfallt við þurftum bara að berjast meira og það er ekkert mikið flóknara en það og ég ætla ekkert að fara út í detaila, við höldum því bara á milli okkar leikmannana og teymisins og það var bara við þurtum að gera meira."

„Við viljum vera góðir í sóknarleik og varnarleik og það var einhverneigin ekki að fúnkera í dag en við þurfum að reyna vera jákvæðir og horfa á björtu punktanna. Það þýðir ekkert að dvelja á þessu of lengi við erum að fara í tvo mikilvæga æfingaleiki í sumar og svo bara undankeppni HM næst."

„Við þurfum að taka reynsluna með okkur úr þessum glugga, fyrstu leikirnir með Arnari (Gunnlaugssyni), nýjar áherslur og vera klárir í sumar til að taka enn meira inn og bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppnina."

„Það eru fullt af hlutum sem hægt er að læra af og líka fullt af fínum hlutum. Það eru fullt af litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki eftir inn á vellinum sem við erum að gera vel og mönnum líður vel með og það sem við viljum gera en síðan auðvitað fullt af hlutum sem við þurfum að læra af og munum læra af þannig við séum eins sharp og hægt er að vera þegar kemur að undankeppninni."


Athugasemdir
banner