Ítalska félagið Juventus hefur staðfest þær fregnir að Thiago Motta hafi verið vikið úr starfi aðalþjálfara.
Motta tók við Juventus síðasta sumar eftir að hafa komið Bologna í Meistaradeildina.
Árangur hans á tímabilinu hefur verið langt frá því að vera fullkominn en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum bikarsins og umspili Meistaradeildar Evrópu.
Liðið er þá tólf stigum frá toppliði Inter þegar níu umferðir eru eftir af Seríu A.
Stjórnarmenn Juventus funduðu á dögunum og komust að þeirri niðurstöðu að láta Motta fara en króatískii þjálfarinn Igor Tudor er tekinn við í hans stað.
Tudor þekkir vel til hjá Juventus enda lék hann með liðinu frá 1998 til 2007.
Þetta er fjórða liðið sem hann stýrir á Ítalíu á eftir Lazio, Hellas Verona og Udinese. Tudor hefur einnig þjálfað Marseille, Galatasaray, Hajduk Split, PAOK og Karabukspor.
Igor Tudor is the new Head Coach of the Men’s First Team. Welcome, Igor!
— JuventusFC ???????????????? (@juventusfcen) March 23, 2025
Juventus thanks Thiago Motta for his work, passion and dedication during his time with the club.
Athugasemdir