Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Thiago Motta rekinn frá Juventus (Staðfest) - Tudor tekinn við
Thiago Motta
Thiago Motta
Mynd: EPA
Igor Tudor er mættur aftur til Juventus
Igor Tudor er mættur aftur til Juventus
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus hefur staðfest þær fregnir að Thiago Motta hafi verið vikið úr starfi aðalþjálfara.

Motta tók við Juventus síðasta sumar eftir að hafa komið Bologna í Meistaradeildina.

Árangur hans á tímabilinu hefur verið langt frá því að vera fullkominn en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum bikarsins og umspili Meistaradeildar Evrópu.

Liðið er þá tólf stigum frá toppliði Inter þegar níu umferðir eru eftir af Seríu A.

Stjórnarmenn Juventus funduðu á dögunum og komust að þeirri niðurstöðu að láta Motta fara en króatískii þjálfarinn Igor Tudor er tekinn við í hans stað.

Tudor þekkir vel til hjá Juventus enda lék hann með liðinu frá 1998 til 2007.

Þetta er fjórða liðið sem hann stýrir á Ítalíu á eftir Lazio, Hellas Verona og Udinese. Tudor hefur einnig þjálfað Marseille, Galatasaray, Hajduk Split, PAOK og Karabukspor.


Athugasemdir
banner
banner
banner