Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Aubameyang hetjan gegn Keníu
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM í dag, þar sem Pierre-Emerick Aubameyang var hetja Gabon-manna í Keníu.

Aubameyang skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dýrmætum 1-2 sigri Gabon, sem fer á topp riðilsins.

Gabon er þar með 15 stig eftir 6 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Fílabeinsströndina sem á einn leik til góða.

Esvatíní og Máritíus gerðu þá 3-3 jafntefli í fjörugum botnslag.

Kenía 1 - 2 Gabon
0-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('16)
0-2 Pierre-Emerick Aubameyang ('52, víti)
1-2 Michael Olunga ('62)

Esvatíní 3 - 3 Máritíus
Athugasemdir
banner