Bjarni Jóhannsson var nokkuð frá því að vera sáttur eftir leik kvöldsins enda er lið KA með núll stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
„Já, það er helvítis brekka í þessu og við verðum bara að vinna úr því.“
„Já, það er helvítis brekka í þessu og við verðum bara að vinna úr því.“
Lestu um leikinn: KA 1 - 2 HK
Heimamenn byrjuðu vel og voru yfir í hálfleik en tvö mörk frá HK á stuttum tíma réðu úrslitum.
„Þeir áttu þarna eitt korter í seinni hálfleik en síðan ekki söguna meir. Við mættum ágætlega til leiks í dag og áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik en síðan erum við bara værukærir í þessum mörkum. Við reyndum hvað við gátum til að jafna en þetta datt ekki með okkur í dag.“
Er þessi erfiða byrjun farin að leggjast á andlegu hliðina á mönnum?
„Já, sjálfsagt gerist það. Það er náttúrulega erfitt að eiga erfiða byrjun en við þurfum bara að vinna í okkar málum og vera svolítið þolinmóðir, þetta hlýtur að fara að detta.“
Næsti leikur er erfiður útlileikur gegn Fram í Bikarnum.
„Já, við spilum við Fram á þriðjudaginn og það er bara fínt að fá leik í næstu viku, svo kemur smá pása.“
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir