Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 23. maí 2014 15:13
Magnús Már Einarsson
Patrick Pedersen ristarbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen, framherji Vals, ristarbrotnaði í 1-1 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í gær.

Patrick er á leið í aðgerð og búast má við að hann verði frá keppni í 4-6 vikur í kjölfarið en þetta staðfesti Magnús Gylfason þjálfari Vals við Fótbolta.net í dag.

Patrick kom til Vals á nýjan leik í síðustu viku og stimplaði sig inn með tveimur mörkum gegn Fram fyrr í vikunni.

Nú er hins vegar ljóst að hann mun missa af næstu leikjum Valsmanna í Pepsi-deildinni.

Þessi danski framherji kom upphaflega til Vals um mitt sumar í fyrra en þá skoraði hann fimm mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner