Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. maí 2020 18:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Hinteregger skoraði þrjú í stórsigri Bayern
Bayern 5 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Leon Goretzka ('17 )
2-0 Thomas Muller ('41 )
3-0 Robert Lewandowski ('46 )
3-1 Martin Hinteregger ('52 )
3-2 Martin Hinteregger ('55 )
4-2 Alphonso Davies ('61 )
5-2 Martin Hinteregger ('74 , sjálfsmark)

Bayern Munchen fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í lokaleik dagsins í þýsku Bundesliga. Bayern er í toppsætinu og þurfti á sigri að halda til að halda forskotinu á funheitt lið Dortmund eftir úrslit dagsins.

Leon Goretzka og Thomas Muller sáu til þess að Bayern leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks kom markamaskínan Robert Lewandowski heimamönnum í 3-0. Martin Hinteregger var næstur á blað og skoraði í tvígang fyrir heimamenn. Mörkin komu með stuttu millibili, bæði eftir hornspyrnu.

Alphonso Davies var næstur á blað og kom Bæjurum í 4-2 þegar hann nýtti sér varnarmistök og fimmta markið skoraði Hinteregger í eigið mark, óheppni og einkar klaufalegt. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern áfram með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Davies skoraði og lagði upp í leiknum og slíkt hið sama gerði Muller. Bayern fær alvöru prófraun í miðri viku þegar liðið mætir Dortmund á þriðjudag klukkan 16:30.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir