Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 23. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Páll: Ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Páll Garðarsson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs KR, var kátur eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

KR nældi sér í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna og deilir botnsæti með Aftureldingu þar sem bæði lið eiga þrjú stig eftir sex umferðir. Sigurmark KR kom undir lokin þegar Marcella Marie Barberic skoraði aðeins fimm mínútum eftir að Sara Jimenez hafði klúðrað dauðafæri á hinum endanum.

„Þetta var kærkominn og nauðsynlegur sigur þannig okkur líður helvíti vel," sagði Arnar Páll að leikslokum. „Við lögðum upp með að pressa þær hátt upp á völlinn til að koma í veg fyrir kantspilið þeirra."

KR vann eftir jafnan leik en hefði mögulega átt að sigra 2-0, dómarateymið dæmdi ekki mark þó boltinn virtist fara yfir marklínuna.

„Við vorum búin að skora mark þarna á undan, ef Gumma segir að hann sé inni þá er hann inni. Gumma er heiðarlegasta manneskja á Íslandi og það er bara ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki, hann er í fullkominni línu.

„Við vorum að spila leik á móti Val um daginn þar sem við fáum mark á okkur þar sem boltinn fer í slána og inn. Línuvörðurinn stendur einhvers staðar á miðjunni en samt er dæmt mark. Það er pínu pirrandi en við tökum sigurinn og fögnum honum. Við sýndum geggjaðan karakter að halda áfram og drulla inn þessu marki í lokin."

Arnar Páll vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður um framtíðina í þjálfaramálum KR. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá félaginu í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner