Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 23. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Páll: Ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki
Kvenaboltinn
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Páll Garðarsson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs KR, var kátur eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

KR nældi sér í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna og deilir botnsæti með Aftureldingu þar sem bæði lið eiga þrjú stig eftir sex umferðir. Sigurmark KR kom undir lokin þegar Marcella Marie Barberic skoraði aðeins fimm mínútum eftir að Sara Jimenez hafði klúðrað dauðafæri á hinum endanum.

„Þetta var kærkominn og nauðsynlegur sigur þannig okkur líður helvíti vel," sagði Arnar Páll að leikslokum. „Við lögðum upp með að pressa þær hátt upp á völlinn til að koma í veg fyrir kantspilið þeirra."

KR vann eftir jafnan leik en hefði mögulega átt að sigra 2-0, dómarateymið dæmdi ekki mark þó boltinn virtist fara yfir marklínuna.

„Við vorum búin að skora mark þarna á undan, ef Gumma segir að hann sé inni þá er hann inni. Gumma er heiðarlegasta manneskja á Íslandi og það er bara ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki, hann er í fullkominni línu.

„Við vorum að spila leik á móti Val um daginn þar sem við fáum mark á okkur þar sem boltinn fer í slána og inn. Línuvörðurinn stendur einhvers staðar á miðjunni en samt er dæmt mark. Það er pínu pirrandi en við tökum sigurinn og fögnum honum. Við sýndum geggjaðan karakter að halda áfram og drulla inn þessu marki í lokin."

Arnar Páll vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður um framtíðina í þjálfaramálum KR. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá félaginu í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner