Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mán 23. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Páll: Ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki
Kvenaboltinn
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Páll Garðarsson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs KR, var kátur eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

KR nældi sér í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna og deilir botnsæti með Aftureldingu þar sem bæði lið eiga þrjú stig eftir sex umferðir. Sigurmark KR kom undir lokin þegar Marcella Marie Barberic skoraði aðeins fimm mínútum eftir að Sara Jimenez hafði klúðrað dauðafæri á hinum endanum.

„Þetta var kærkominn og nauðsynlegur sigur þannig okkur líður helvíti vel," sagði Arnar Páll að leikslokum. „Við lögðum upp með að pressa þær hátt upp á völlinn til að koma í veg fyrir kantspilið þeirra."

KR vann eftir jafnan leik en hefði mögulega átt að sigra 2-0, dómarateymið dæmdi ekki mark þó boltinn virtist fara yfir marklínuna.

„Við vorum búin að skora mark þarna á undan, ef Gumma segir að hann sé inni þá er hann inni. Gumma er heiðarlegasta manneskja á Íslandi og það er bara ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki, hann er í fullkominni línu.

„Við vorum að spila leik á móti Val um daginn þar sem við fáum mark á okkur þar sem boltinn fer í slána og inn. Línuvörðurinn stendur einhvers staðar á miðjunni en samt er dæmt mark. Það er pínu pirrandi en við tökum sigurinn og fögnum honum. Við sýndum geggjaðan karakter að halda áfram og drulla inn þessu marki í lokin."

Arnar Páll vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður um framtíðina í þjálfaramálum KR. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá félaginu í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner