Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 23. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Páll: Ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki
Kvenaboltinn
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Páll Garðarsson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs KR, var kátur eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

KR nældi sér í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna og deilir botnsæti með Aftureldingu þar sem bæði lið eiga þrjú stig eftir sex umferðir. Sigurmark KR kom undir lokin þegar Marcella Marie Barberic skoraði aðeins fimm mínútum eftir að Sara Jimenez hafði klúðrað dauðafæri á hinum endanum.

„Þetta var kærkominn og nauðsynlegur sigur þannig okkur líður helvíti vel," sagði Arnar Páll að leikslokum. „Við lögðum upp með að pressa þær hátt upp á völlinn til að koma í veg fyrir kantspilið þeirra."

KR vann eftir jafnan leik en hefði mögulega átt að sigra 2-0, dómarateymið dæmdi ekki mark þó boltinn virtist fara yfir marklínuna.

„Við vorum búin að skora mark þarna á undan, ef Gumma segir að hann sé inni þá er hann inni. Gumma er heiðarlegasta manneskja á Íslandi og það er bara ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki, hann er í fullkominni línu.

„Við vorum að spila leik á móti Val um daginn þar sem við fáum mark á okkur þar sem boltinn fer í slána og inn. Línuvörðurinn stendur einhvers staðar á miðjunni en samt er dæmt mark. Það er pínu pirrandi en við tökum sigurinn og fögnum honum. Við sýndum geggjaðan karakter að halda áfram og drulla inn þessu marki í lokin."

Arnar Páll vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður um framtíðina í þjálfaramálum KR. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá félaginu í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner