Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 23. maí 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Páll: Ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki
Kvenaboltinn
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Arnar Páll vill taka við KR-liðinu eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson sagði af sér á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Páll Garðarsson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs KR, var kátur eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

KR nældi sér í sín fyrstu stig í Bestu deild kvenna og deilir botnsæti með Aftureldingu þar sem bæði lið eiga þrjú stig eftir sex umferðir. Sigurmark KR kom undir lokin þegar Marcella Marie Barberic skoraði aðeins fimm mínútum eftir að Sara Jimenez hafði klúðrað dauðafæri á hinum endanum.

„Þetta var kærkominn og nauðsynlegur sigur þannig okkur líður helvíti vel," sagði Arnar Páll að leikslokum. „Við lögðum upp með að pressa þær hátt upp á völlinn til að koma í veg fyrir kantspilið þeirra."

KR vann eftir jafnan leik en hefði mögulega átt að sigra 2-0, dómarateymið dæmdi ekki mark þó boltinn virtist fara yfir marklínuna.

„Við vorum búin að skora mark þarna á undan, ef Gumma segir að hann sé inni þá er hann inni. Gumma er heiðarlegasta manneskja á Íslandi og það er bara ótrúlegt að línuvörðurinn sjái þetta ekki, hann er í fullkominni línu.

„Við vorum að spila leik á móti Val um daginn þar sem við fáum mark á okkur þar sem boltinn fer í slána og inn. Línuvörðurinn stendur einhvers staðar á miðjunni en samt er dæmt mark. Það er pínu pirrandi en við tökum sigurinn og fögnum honum. Við sýndum geggjaðan karakter að halda áfram og drulla inn þessu marki í lokin."

Arnar Páll vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður um framtíðina í þjálfaramálum KR. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá félaginu í vikunni.


Athugasemdir
banner