Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 23. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega grátlegt og svekkjandi að tapa þessum leik. Úr því sem komið var hefði maður sætt sig við stigið. Það er alltaf súrt að fá á sig mark en það er extra súrt svona í blálokin. Mér fannst þær ekki líklegar til þess að fara að skora í rauninni.“
Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavíkur Gunnar Magnús Jónsson eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Þrótti í Keflavík í kvöld þar sem sigur mark Þróttar kom í lok venjulegs leiktíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Hvorugt lið átti sinn besta leik á vellinum í kvöld og voru mistök beggja liða mörg. Bæði mörk Þróttar má til að mynda skrifa á slæm einstaklingsmistök í öftustum línu Keflavíkur.

„Við gefum þeim þessi mörk algjörlega þannig að þetta var ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa sem er bara ennþá súrara. En leikmenn gera mistök og það er hluti af þessu en við viljum að sjálfsögðu fækka þeim.“

Keflavík er þegar þriðjungi mótsins er lokið eða sex leikjum í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig. Er Gunnar sáttur með stigasöfnunina það sem af er móti?

„Já og nei. Vissulega hefði maður viljað hafa stigin fleiri en við sættum okkur við þetta. Við eigum eftir að byggja ofan á okkar leik og mér finnst við eiga töluvert inni og þá sérstaklega sóknarlega. Við höfum verið að verjast nokkuð vel og verið erfitt að brjóta okkur á bak aftur.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner