Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 23. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega grátlegt og svekkjandi að tapa þessum leik. Úr því sem komið var hefði maður sætt sig við stigið. Það er alltaf súrt að fá á sig mark en það er extra súrt svona í blálokin. Mér fannst þær ekki líklegar til þess að fara að skora í rauninni.“
Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavíkur Gunnar Magnús Jónsson eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Þrótti í Keflavík í kvöld þar sem sigur mark Þróttar kom í lok venjulegs leiktíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Hvorugt lið átti sinn besta leik á vellinum í kvöld og voru mistök beggja liða mörg. Bæði mörk Þróttar má til að mynda skrifa á slæm einstaklingsmistök í öftustum línu Keflavíkur.

„Við gefum þeim þessi mörk algjörlega þannig að þetta var ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa sem er bara ennþá súrara. En leikmenn gera mistök og það er hluti af þessu en við viljum að sjálfsögðu fækka þeim.“

Keflavík er þegar þriðjungi mótsins er lokið eða sex leikjum í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig. Er Gunnar sáttur með stigasöfnunina það sem af er móti?

„Já og nei. Vissulega hefði maður viljað hafa stigin fleiri en við sættum okkur við þetta. Við eigum eftir að byggja ofan á okkar leik og mér finnst við eiga töluvert inni og þá sérstaklega sóknarlega. Við höfum verið að verjast nokkuð vel og verið erfitt að brjóta okkur á bak aftur.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner