Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 23. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega grátlegt og svekkjandi að tapa þessum leik. Úr því sem komið var hefði maður sætt sig við stigið. Það er alltaf súrt að fá á sig mark en það er extra súrt svona í blálokin. Mér fannst þær ekki líklegar til þess að fara að skora í rauninni.“
Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavíkur Gunnar Magnús Jónsson eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Þrótti í Keflavík í kvöld þar sem sigur mark Þróttar kom í lok venjulegs leiktíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þróttur R.

Hvorugt lið átti sinn besta leik á vellinum í kvöld og voru mistök beggja liða mörg. Bæði mörk Þróttar má til að mynda skrifa á slæm einstaklingsmistök í öftustum línu Keflavíkur.

„Við gefum þeim þessi mörk algjörlega þannig að þetta var ekki eitthvað sem þær voru að búa til og skapa sem er bara ennþá súrara. En leikmenn gera mistök og það er hluti af þessu en við viljum að sjálfsögðu fækka þeim.“

Keflavík er þegar þriðjungi mótsins er lokið eða sex leikjum í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig. Er Gunnar sáttur með stigasöfnunina það sem af er móti?

„Já og nei. Vissulega hefði maður viljað hafa stigin fleiri en við sættum okkur við þetta. Við eigum eftir að byggja ofan á okkar leik og mér finnst við eiga töluvert inni og þá sérstaklega sóknarlega. Við höfum verið að verjast nokkuð vel og verið erfitt að brjóta okkur á bak aftur.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir