Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. maí 2022 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð 2 Sport 
Virtist ætla að gefa Erni seinna gula - „Þá er það ekki góð dómgæsla"
Petry liggur eftir tæklinguna frá Erni
Petry liggur eftir tæklinguna frá Erni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á 72. mínútu í leik FH og Keflavíkur í gær vildu FH-ingar fá gult spjald á loft þegar Ernir Bjarnason braut af sér. Ernir var nýkominn með gult spjald fyrir brot á Lasse Petry og vildu einhverjir fá annan lit á það spjald. Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

„Úff Ernir og Petry fara í tæklingu gegn hvor öðrum og Ernir skrefinu á eftir og fer af krafti í Petry. Gult spjald niðurstaðan þó stuðningsmenn FH vilji annan lit.

Frá mér séð virkaði eins og Ernir færi með báða fætur á undan sér svo líklega má hann teljast heppinn,"
skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolti.net á 66. mínútu leiksins.

Á 72. mínútu braut Ernir aftur á Lasse Petry: „Ernir brotlegur, peysutog og Þorvaldur sleppir honum í þetta sinn. Þorvaldur meira að segja fer í vasann en virðist átta sig hver á í hlut og hættir við," skrifaði Sverrir.

Ernir slapp og kláraði leikinn. Keflavík vann 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var spurður út í atvikið á Stöð 2 Sport beint eftir leik.

„Þetta snýst ekki um hvað mér finnst. Það er bara dæmt eftir reglunum. Eins og þú varst að segja, ég sá það nú ekki en þú hlýtur að vera búin að skoða það, ef hann hefur farið í vasann og séð hver þetta var þá er það ekki góð dómgæsla," sagði Óli.
Athugasemdir
banner
banner
banner