Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 23. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham leiðir kapphlaupið um Fabrício Bruno
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Fabrício Bruno er eftirsóttur af ýmsum félögum í Evrópu en West Ham er sagt leiða kapphlaupið.

Hamrarnir eru í viðræðum við Flamengo um að kaupa þennan 28 ára gamla miðvörð sem hefur spilað í brasilíska boltanum allan ferilinn og á tvo landsleiki að baki.

Bruno er fastamaður í byrjunarliði Flamengo en hann hefur áður spilað fyrir Cruzeiro, Chapecoense og Red Bull Bragantino.

Hamrarnir eru í bráðri nauðsyn að styrkja miðvarðarstöðuna sína og hafa áhuga á nokkrum leikmönnum.

Talið er að Bruno geti kostað um 12 milljónir punda en Nottingham Forest, Atalanta og Wolves eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner