Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham leiðir kapphlaupið um Fabrício Bruno
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Fabrício Bruno er eftirsóttur af ýmsum félögum í Evrópu en West Ham er sagt leiða kapphlaupið.

Hamrarnir eru í viðræðum við Flamengo um að kaupa þennan 28 ára gamla miðvörð sem hefur spilað í brasilíska boltanum allan ferilinn og á tvo landsleiki að baki.

Bruno er fastamaður í byrjunarliði Flamengo en hann hefur áður spilað fyrir Cruzeiro, Chapecoense og Red Bull Bragantino.

Hamrarnir eru í bráðri nauðsyn að styrkja miðvarðarstöðuna sína og hafa áhuga á nokkrum leikmönnum.

Talið er að Bruno geti kostað um 12 milljónir punda en Nottingham Forest, Atalanta og Wolves eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann.
Athugasemdir
banner