Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Diaby stóðst læknisskoðun hjá Al-Ittihad
Mynd: Aston Villa
Kantmaðurinn knái Moussa Diaby er búinn að standast læknisskoðun hjá sádi-arabíska stórveldinu Al-Ittihad, sem er að kaupa hann frá Aston Villa fyrir um 50 milljónir punda.

Diaby, sem er 25 ára gamall og á ellefu landsleiki að baki fyrir Frakkland, fær fimm ára samning hjá Al-Ittihad og svakalegan launapakka í þokkabót.

Al-Ittihad mun staðfesta félagaskipti Diaby á næstu dögum en leikmannahópur liðsins er að vera ógnarsterkur, þar sem fyrir má finna leikmenn á borð við N'Golo Kanté, Fabinho og Karim Benzema.

Félagið er þá búið að krækja sér í Houssem Aouar í sumar og var Laurent Blanc ráðinn sem þjálfari félagsins.

Portúgalski kantmaðurinn Jota og ítalsk-brasilíski miðvörðurinn Luiz Felipe eru einnig samningsbundnir félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner