Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton reynir að fá Rak-Sakyi frá Crystal Palace
Mynd: EPA
Southampton er á höttunum eftir kantmanninum efnilega Jesurun Rak-Sakyi sem hefur fengið lítið af tækifærum með Crystal Palace.

Rak-Sakyi fékk aðeins að spreyta sig í 8 leikjum með Palace á síðustu leiktíð en var fjarverandi í fimm mánuði vegna meiðsla.

Leikmaðurinn er mjög spenntur fyrir því að skipta yfir til Southampton en það gæti reynst erfitt fyrir félagið að ná samkomulagi við Crystal Palace um kaupverð.

Southampton vill fá Rak-Sakyi á lánssamningi með kaupmöguleika og er í viðræðum við Palace um upphæð kaupmöguleikans.

Rak-Sakyi er gríðarlega eftirsóttur af félögum í Championship deildinni eftir að hann átti frábært tímabil á láni hjá Charlton Athletic fyrir tveimur árum.

Leikmaðurinn vill fara til Southampton til að öðlast reynslu í ensku úrvalsdeildinni, en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner