Manchester City skoðar markverði og sóknarmiðjumenn, PSG hefur áhuga á leikmönnum Manchester United og Newcastle telur að Howe vilji vera áfram. Hér er slúðrið.
West Ham hefur blandað sér í baráttuna um argentínska sóknarleikmanninn Matias Soule (21) hjá Juventus. Leicester vill einnig fá hann en Roma er þó talinn líklegast en Juve hefur sett 35 milljóna evra verðmiða á hann. (Gianluca Di Marzio)
Manchester United og West Ham vilja marokkóska hægri bakvörðinn Noussair Mazraoui (26) frá Bayern München sem vill fá um 19 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports Þýskalandi)
West Ham gæti reynt við enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) hjá Manchester United ef Mazraoui fer á Old Trafford. (Sky Sports)
Manchester City er að íhuga að reyna við Eberechi Eze (26) kantmann Crystal Palace, en enski landsliðsmaðurinn er með riftunarákvæði upp á 60 milljónir punda. (Mirror)
Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad vill fá belgíska leikstjórnandann Kevin De Bruyne (33), sem hefur leitt til þess að Manchester City horfir til Eze. (Guardian)
Manchester City hefur áhuga á Gianluigi Donnarumma (25) markverði Paris St-Germain og ítalska landsliðsins. Ederson gæti farið til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. (Sky Sports Ítalíu)
Ederson mun kosta Al-Ittihad að minnsta kosti 40 milljónir punda en Manchester City er tilbúið að láta hann fara svo framarlega sem gengið er að verðmiðanum. (ESPN)
Paris St-Germain vill fá Jadon Sancho (24) kantmann Manchester United og enski sóknarleikmaðurinn virðist opinn fyrir hugmyndinni um að ganga til liðs við frönsku meistarana. (Foot Mercato)
PSG hefur einnig áhuga á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (29) hjá United. (L'Equipe)
Everton er að undirbúa að bjóða enska varnarmanninum Jarrad Branthwaite (22) betri samning til að sannfæra hann um að hafna Manchester United. (Fabrizio Romano)
Aston Villa vill fá Joao Felix (24) sóknarleikmann Atletico Madrid og Portúgals eftir að hafa samþykkt að selja franska kantmanninn Moussa Diaby (25) til Al-Ittihad fyrir 50 milljónir punda. (Guardian)
Tottenham metur brasilíska framherjann Richarlison (27) á 60 milljónir punda og Sádi-arabíska úrvalsdeildarfélagið Al-Ahli hefur gefið til kynna að það hafi áhuga á honum. (Times)
Vængmaðurinn Bryan Gil (23) og vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilon (27) fóru ekki í æfingaferð með Tottenham og geta Spánverjarnir farið að leita sér að nýjum vinnuveitendum. (Standard)
Newcastle United hefur rætt við Eddie Howe um stöðu hans sem stjóri liðsins og er félagið sannfært um að hann mynd hafna enska sambandinu ef það myndi bjóða honum landsliðsþjálfarastarfið. (Telegraph)
Arsenal er tilbúið að bjóða enska framherjann Eddie Nketiah (25) sem hluta af skiptisamningi við Crystal Palace fyrir enska varnarmanninn Marc Guehi (24). (Metro)
Franska félagið Marseille hefur gert munnlegt samkomulag við Nketiah og er bjartsýnta að fá framherjann. (L'Equipe)
Viðræður milli Paris St-Germain og Napoli um nígeríska framherjann Victor Osimhen (25) hafa strandað. (Fabrizio Romano)
Besiktas hefur tilkynnt Alex Oxlade-Chamberlain (30) fyrrverandi miðjumanni Arsenal, Liverpool og Englands, að hann sé ekki lengur hluti af áætlunum þeirra. (Mirror)
Athugasemdir