Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   mið 23. ágúst 2023 20:23
Elvar Geir Magnússon
Gylfi mættur til Danmerkur - Lyngby líka sagt hafa áhuga á Eggerti
Gylfi var meðal áhorfenda á leik Vals og Víkings í Bestu deildinni á dögunum.
Gylfi var meðal áhorfenda á leik Vals og Víkings í Bestu deildinni á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gylfi Þór Sigurðsson flaug frá Íslandi til Kaupmannahafnar í dag, samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Hann virðist vera að færast nær því að ganga í raðir Íslendingaliðsins Lyngby.

Freyr Alexandersson staðfesti við bold.dk á dögunum að viðræður væru í gangi milli Gylfa og Lyngby og að hann teldi helmingslíkur á að leikmaðurinn kæmi til danska úrvalsdeildarliðsins.

Gylfi, sem er 33 ára miðjumaður, hefur ekkert spilað síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og var undir rannsókn hjá lögreglunni í Bretlandi. Hann mætti á æfingar hjá Val fyrr í sumar.

Þrír íslenskir leikmenn spila fyrir aðallið Lyngby; Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og svo Andri Lucas Guðjohnsen sem kom til félagsins nýlega.

Íslendingunum gæti fjölgað enn frekar hjá Lyngby en Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, segir á X-inu (áður Twitter) að félagið hafi áhuga á að fá unglingalandsliðsmanninn Eggert Aron Guðmundsson, leikmann Stjörnunnar. Félög í Noregi og Svíþjóð hafa einnig augastað á þessum spennandi leikmanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner