Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   mið 23. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Enginn smitaður hjá Arsenal eftir leikinn við West Ham
Enginn kórónaveirusmit greindust hjá leikmannahópi Arsenal í prófum sem leikmenn fóru í eftir æfingu í gær.

Arsenal vann West Ham 2-1 á laugardag.

Í gær var tilkynnt að David Moyes, stjóri West Ham, og Josh Cullen og Issa Diop, leikmenn liðsins, hefðu greinst með kórónaveiruna.

Allir leikmenn Arsenal fengu hins vegar neikvætt úr prófi sem þeir fóru í eftir æfinguna í gær.

Arsenal mætir Leicester í enska deildabikarnum í kvöld.
Athugasemdir
banner