Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK neitaði tilboði í Valgeir - Mörg félög í Skandinavíu hafa áhuga
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikill áhugi á Valgeiri Valgeirssyni, átján ára leikmanni HK, samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Heyrst hafði af áhuga innan lands en samkvæmt þeim upplýsingum sem miðillinn hefur undir höndum er mjög ólíklegt að Valgeir verði seldur til félags á Íslandi.

Mörg félög í Skandinavíu hafa áhuga á Valgeiri og hafði fréttaritari samband við Frosta Rey Rúnarsson, formann félagsins, í kvöld og spurði hann út í áhuga á Valgeiri.

Frosti sagði að HK gæti ekki tjáð sig á þessari stundu um hvort áhugi væri á Valgeiri erlendis frá. Fréttaritari hafði einnig heyrt af því að tilboð hefði borist í Valgeir fyrr á þessu ári sem HK hefði neitað.

„Við fengum tilboð á þessu ári sem við neituðum, ég get staðfest það," sagði Frosti sem gat ekki gefið upp hvaðan það tilboð kom.

Valgeir er leikmaður sem getur bæði leyst stöðu hægri bakvarðar og hægri kantmanns.

Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK, var spurður út í áhuga á Valgeiri fyrr í þessum mánuði: „Nei því miður [get ég ekki sagt eitthvað frá áhuga á Valgeiri], það kæmi mér samt ekki á óvart ef erlend félög hefðu áhuga," sagði Viktor Bjarki.

Segir Aab hafa boðið í Valgeir
Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá ViaPlay, fyrrum fréttaritari Fótbolta.net og mikill áhugamaður um danskan fótbolta, setti inn færslu í tengslum við áhugann á Valgeiri nú í kvöld. Orri segir að það hafi verið danska félagið Aab sem hafi boðið í Valgeir í sumar.

„Aab bauð í Valgeir fyrr í sumar og HK neitaði tilboðinu. Aab hefur mikinn áhuga á Valgeiri og gæti reynt aftur að fá leikmanninn áður en félagaskiptaglugginn lokar en mörg félög í Skandinavíu fylgjast með Valgeiri. Heimildamenn mínir segja mér að Valgeir muni klára tímabilið á Íslandi og verði svo seldur í janúar nema gott tilboð berist á borð HK í þessum glugga."

Sjá einnig:
Valgeir stefnir á atvinnumennsku - Danskt félag hafði mikinn áhuga (2. maí)
Valgeir: Vil ekki velja strax því það líklega lokar dyrum (2. maí)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner