Jonny Evans, varnarmaður Manchester United á Englandi, er að upplifa besta kvöld lífsins en þetta sagði hann í viðtali eftir 1-0 sigurinn á Burnley.
Evans fór í æfingaferð með United til Bandaríkjanna í sumar og skrifaði í kjölfarið undir eins árs samning.
Þetta kom verulega á óvart. Evans var samningslaus eftir að hafa spilað með Leicester síðustu ár, en hann bjóst aldrei við að fá tækifærið að spila aftur fyrir Manchester United og sérstaklega þegar á þessum tímapunkt ferilsins.
Í kvöld var hann síðan besti maður leiksins, með stoðsendingu ásamt því að skora mark sem var vissulega tekið af honum vegna rangstöðu.
„Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leikinn fékk ég þessa tilfinningu eins og ég gæti ekki beðið. Þetta var bara hrein spenna og ég var alveg í skýjunum þegar við komum hingað á rútunni. Þetta var 200. leikur minn fyrir Man Utd og aldrei bjóst ég við að ná þessum tölum. Þetta er besta kvöld lífs míns,“ sagði Evans.
„Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi skrifa undir hjá United [eftir að hann fékk símtalið]. Þegar þú kemst á ákveðinn aldur og ferill fer á niðurleið, en svo fékk ég símtalið og var ekki með neitt annað í boði. Ég tók þessu bara og reyndi að gera mitt besta á æfingum og nýta tækifærið. Síðan vonar maður bara að líkamann hjálpi manni í gegnum þetta.“
„Það var aldrei í hausnum á mér að ég myndi koma inn og vera byrjunarliðsmaður. Mér var sagt að hlutverk mitt væri að búa til samkeppni og þannig kom ég að þessu. Nokkur meiðsli komu upp og síðan fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“
„Þeir spila öðruvísi fótbolta hér miðað við hvernig hann var hjá mínu gamla félagi, þannig ég hef verið að venjast því og aðlaga mig að þeim bolta. Mér fannst ég koma vel fyrir í kvöld með því að koma með reynslu inn í liðið,“ sagði Evans í lokin.
Athugasemdir