Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 23. september 2024 18:56
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á blaði hjá Hearts?
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athygli vekur að veðbankar á Bretlandseyjum telja góðar líkur á því að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, verði ráðinn næsti stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Hearts.

Steven Naismith var rekinn frá Hearts eftir 2-1 tap gegn St Mirren um helgina og félagið er í leit að nýjum stjóra.

Hearts er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.

Alex Neil, fyrrum stjóri Norwich og Stoke, er talinn líklegastur af veðbönkum til að taka við. Stephen Robinson hjá St Mirren er númer tvö og Arnar númer þrjú.

Veðbankar eru ansi naskir í að þefa hluti upp og nánast útilokað að nafn Arnars birtist á þessum lista fyrir einhverja tilviljun. Líklegt verður að teljast að hann sé á blaði hjá Hearts.

Hearts hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner