Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   fim 23. október 2025 15:37
Kári Snorrason
Belfast
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Eimskip
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Kvennalið Bayern Munchen hefur farið með himinskautum í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið þýsku deildina síðustu þrjú tímabil og gefur liðið ekkert eftir þrátt fyrir þjálfaraskipti. Bayern er á toppi deildarinnar eftir sjö leiki, með fjögurra stiga forskot á Wolfsburg. 

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, ræddi um góða byrjun liðsins í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.


„Við höfum byrjað tímabilið mjög vel, erum með nýjan þjálfara og það eru smá breytingar. Við erum að reyna aðlagast því hvernig hann vill að við lítum út á vellinum. En við höfum verið að ná í úrslit í deildinni sem hafa verið góð og erum á góði róli þar, en það er alltaf hægt að gera margt betur.“

Glódís var fjarverandi í síðasta leik Bayern vegna meiðsla í hné.

„Ég er búin að vera í smá brasi með hnéð á mér, búin að vera með smá bólgur og einhver svona leiðindi. Við höfum verið að passa upp á heildarálagið. Af því ég spilaði á fimmtudeginum þá var tekin sú ákvörðun að ég myndi hvíla seinni leikinn,“ sagði Glódís.

Fjarvera hennar kom þó ekki að sök, því Bayern vann Köln sannfærandi, lokatölur 5-1. Íslenska landsliðið mætir Norður Írum í umspili Þjóðadeildarinnar annað kvöld en Glódís segist vera klár í slaginn fyrir morgundaginn.


Athugasemdir
banner