Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha, Joey og Kian fengu samtals átta verðlaun hjá Keflavík
Natasha Anasi. Alltof góð fyrir Lengjudeildina.
Natasha Anasi. Alltof góð fyrir Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs fór á kostum í Lengjudeildinni.
Joey Gibbs fór á kostum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kian Williams.
Kian Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík átti mjög gott sumar og fóru bæði karla- og kvennaliðið upp úr Lengjudeildinni og munu þar með taka þátt í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

Það var ekkert lokahóf hjá Keflvíkingum vegna kórónuveirufaraldursins. Það var því brugðið á það ráð að gera upp árið með öðruvísi hætti og hafa val á bestu og efnilegustu leikmönnum karla, kvenna og 2. flokks karla. Fór sú kosning fram með rafrænum hætti.

Joey Gibbs og Natasha Anasi voru valin best hjá Keflvíkingum en þau voru algjörir lykilmenn í sumar. Spennandi verður að fylgjast með þeim í Pepsi Max-deildunum næsta sumar. Þau voru einnig bæði markahæst, og var Natasha þá stoðsendingahæst líka. Kian Williams var valinn efnilegastur hjá karlaliðinu, og þá fékk hann silfurskóinn og átti fallegasta markið.

Með því að smella hérna má sjá öll verðlaun hjá Keflavík.

Nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki kvenna
Kvennaráð hefur gengið frá ráðningum á góðri viðbót þjálfarateymis meistaraflokks kvenna sem er sem fyrr undir stjórn Gunnars Magnús Jónssonar.

Hjörtur Fjeldsted verður aðstoðarþjálfari liðsins ásamt því að vera styrktarþjálfari. Hjörtur er með UEFA B + KSÍ 5 stig, metabolicþjálfari og er nemi í íþrótta- og heilsufræði í HR. Hann hefur talsverða þjálfunarreynslu bæði úr yngri- og meistaraflokki. Hann á einnig farsælan feril sem mfl. leikmaður með Keflavíkur, Skallagríms, Reyni Sandgerðis og ÍR.

Óskar Rúnarsson verður liðstjóri með áherslu á leikgreiningar, klippingar, tölfræðisvinnu o.fl. Óskar er með BSc í Íþróttafræði frá HR ásamt UEFA B + KSÍ 5 stig. Hann hefur talsverða reynslu við þjálfun yngri flokka hjá Keflavík, ÍBV, HK og Þrótti R., ásamt því var hann hluti af þjálfarateymi mfl. kvk hjá ÍBV til nokkurra ára.

„Miklar væntingar eru til komandi tímabils og ætlum við að festa okkur í sessi í deild þeirra bestu. Við bjóðum Hjört og Óskar velkominn til starfa og væntum við mikils af þeim félögum," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Fallegustu mörk ársins hjá Keflavík
Hér að neðan má sjá fallegustu mörk ársins hjá Keflavík.


Kvennaráð hefur gengið frá ráðningum á góðri viðbót þjálfarateymis meistaraflokks kvenna sem er sem fyrr undir stjórn...

Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Miðvikudagur, 18. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner