Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 23. nóvember 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Pardew orðinn yfirmaður fótboltamála hjá CSKA Sofia
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew hefur samið við CSKA Sofia í Búlgaríu og tekur við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Pardew er fyrrum stjóri West Ham, Newcastle, Crystal Palace og West Brom en þetta verður í fyrsta sinn sem hann sinnir starfi yfirmanns fótboltamála.

Pardew er 59 ára og stýrði ADO Den Haag í Hollandi um stutt skeið áður en tímabilinu var slaufað vegna heimsfaraldursins. Hann vann aðeins einn af átta leikjum og samningi hans var rift.

CSKA Sofia er sigursælasta lið Búlgaríu en hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili.

Besta ár Pardew á stjóraferlinum kom 2012 þegar hann stýrði Newcastle í sjötta sæti ensku úvalsdeildarinnar. Hann fékk í kjölfarið átta ára samning en var rekinn í desember 2014.
Athugasemdir
banner
banner