Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. nóvember 2021 10:37
Elvar Geir Magnússon
Pau Torres útskýrir af hverju hann hafnaði Tottenham
Pau Torres er frábær miðvörður.
Pau Torres er frábær miðvörður.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mörg félög horfa löngunaraugum til Pau Torres, miðvarðar Villarreal og spænska landsliðsins. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, Manchester United og fleiri stórlið.

Síðasta sumar bauð Tottenham 60 milljónir evra í leikmanninn og sagt er að Lundúnafélagið hafi verið tilbúið að borga honum fjórfalt hærri laun en hann er með hjá Villarreal núna.

Villarreal var tilbúið að taka tilboðinu en Torres sjálfur hafnaði því.

„Það togaði frekar í mig að spila í Meistaradeildinni með mínu uppeldisfélagi, frá minni borg. Það var stærra í mínum huga. Þetta er aðeins í fjórða sinn sem Villarreal kemst í Meistaradeildinni sem sýnir hversu erfitt það er að komast í riðlakeppnina," segir Torres.

„Það hefur verið draumur minn að spila með mínu félagi í keppninni. Forsetinn setti enga pressu á mig, sama þó félagið hefði getað fengið mikinn pening. Hann sagði alltaf við mig: 'Ákvörðunin er þín'. Ég ber virðingu fyrir því og er þakklátur."

„Ég hafði tækifæri á að upplifa einstaka hluti með mínu félagi, með mínu fólki. Það voru góðir leikmenn fengnir og við erum með hóp sem getur gert góða hluti. Hópurinn er mjög samheldinn og þetta er sérstakt tímabil."

Torres er 24 ára og er samningsbundinn til 2024. Villarreal er í öðru sæti F-riðils Meistaradeildarinnar og mætir Manchester United klukkan 17:45.

„Ég íhugaði hvað væri best fyrir mig í dag. Ég vildi spila í þessari keppni með Villarreal, maður veit ekki hvenær það tækifæri hefði komið aftur. Sjáum hversu langt við getum farið. Við viljum komast upp úr riðlinum og þá kemur að útsláttarkeppni. Við þekkjum það vel frá Evrópudeildinni og líður vel í þannig keppnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner