Federico Chiesa hefur ekki fengið mikinn séns með Liverpool eftir að hann gekk í raðir félagsins.
Chiesa hefur bara spilað 151 mínútu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það er athyglisvert sérstaklega í ljósi þess að Liverpool hefur ekki úr mörgum kantmönnum að velja. Í síðasta leik voru miðjumenn á köntunum á meðan Chiesa sat á bekknum.
Chiesa hefur bara spilað 151 mínútu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það er athyglisvert sérstaklega í ljósi þess að Liverpool hefur ekki úr mörgum kantmönnum að velja. Í síðasta leik voru miðjumenn á köntunum á meðan Chiesa sat á bekknum.
„Svaf hann hjá frú Slot eða?" sagði Hinrik Harðarson í Enski boltinn hlaðvarpinu þegar rætt var um Chiesa.
Stuðningsmenn Liverpool skilja ekki af hverju Ítalinn spilar ekki meira. Hann virðist alltaf eiga einhver augnablik þegar hann spilar.
„Það kom eitthvað í vikunni að hann (Arne Slot, stjóri Liverpool) hafi algjörlega misst trú á honum eftir leik gegn Plymouth í bikarnum í fyrra. Liverpool stillti upp ömurlegu liði þar á ömurlegum velli og þeir töpuðu," sagði Magnús Haukur Harðarson.
„Það er eiginlega ótrúlegt hvað hann er mikill liðsmaður miðað við hversu litla ást hann fær. Mér finnst hann smá nýi Origi hjá Liverpool. Þetta er flottur leikmaður," sagði Hinrik.
Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir


