Cristiano Romero, fyrirliði Tottenham, mætti frekar vanstilltur inn í leik sinna manna gegn Liverpool síðasta laugardag. Hann gerði slæm mistök í fyrra markinu sem Liverpool skoraði og fékk svo að líta rauða spjaldið þegar hans menn voru að reyna að jafna leikinn.
Romero á það til að missa hausinn og hann gerði það þarna.
Romero á það til að missa hausinn og hann gerði það þarna.
Rætt var um það í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu að sumir vilja meina að Romero komist í hvaða lið sem er í ensku úrvalsdeildinni, hann sé einn af allra bestu miðvörðum deildarinnar.
„Þeir eru ansi veruleikafirrtir þeir einstaklingar sem telja það," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar sú spurning kom upp.
„Hann kæmist ekki í Manchester City, ekki í Liverpool og ekki í Arsenal."
„Hann kæmist í Manchester United mögulega," sagði Hinrik Harðarson. „Það komast flestir þangað," sagði Magnús Haukur þá.
„Það er svo erfitt að vera með varnarmann sem er í þessum pakka. Það getur ekki treyst á hann," sagði Hinrik en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir


