Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 24. janúar 2021 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Íslenski fáninn á Goodison Park
Everton er núna að spila gegn Sheffield Wednesday í enska FA-bikarnum.

Leikurinn fer fram á Goodison Park, heimavelli Everton, og er Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði úrvalsdeildarfélagsins.

Engir áhorfendur eru á leiknum og er Everton búið að skreyta völl sinn, til að mynda með þjóðfánum leikmanna sinna.

Íslenski fáninn er á góðum stað á vellinum við hliðina á enska fánanum og þeim tyrkneska.

Hér að neðan má sjá mynd af íslenska fánanum á Goodison Park.
Athugasemdir
banner
banner