Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. janúar 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ranieri rekinn frá Watford (Staðfest)
Mynd: EPA
Claudio Ranieri er ekki lengur stjóri Watford, hann hefur verið látinn fara eftir slæmt gengi.

Enskir miðlar greina frá þessu en Watford hefur ekki tilkynnt opinberlega um að samstarfinu við Ranieri hafi verið slitið.

Ranieri var 112 daga í starfi sem stjóri Watford og vann einungis tvo leiki og gerði eitt jafntefli í fjórtán leikjum. Hann tók við eftir að Xisco Munoz var látinn fara snemma í október.

Watford er í fallsæti og síðasti naglinn í kistu Ranieri var tap Watford gegn Norwich, 0-3 á heimavelli á föstudag.

Ranieri er sjötugur Ítali sem stýrði síðast Sampdoria áður en hann tók við Watford. Hann gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 sem er ótrúlegt afrek.

Uppfært: Watford hefur staðfest brottreksturinn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner