Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara hélt með Man Utd en styður núna Leeds
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir var í áhugaverðu spjalli um síðustu helgi í tilefni af því að það eru 500 dagar í EM kvenna í Englandi. Núna eru auðvitað minna en 500 dagar í mótið.

Sara ræddi við fyrrum liðsfélaga sinn, norsku landsliðskonuna Caroline Graham Hansen. Þeir ræddu saman um mótið sem er framundan og þá svöruðu þær nokkrum spurningum frá aðdáendum.

Ein af spurningunum sem þær fengu var með hvaða liði þær héldu í æsku.

Graham Hansen, sem er leikmaður Barcelona, sagðist hafa stutt Manchester United og var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stór ástæða fyrir því. Hann spilaði með United og er núna stjóri liðsins.

Við spurningunni sagði Sara: „Pabbi minn heldur mikið upp á Leeds United. Hann er mjög ánægður núna því þeir komust loksins upp."

„Ég veit það ekki. Á Íslandi horfum við mikið á enska boltann. Það var alltaf í sjónvarpinu heima hjá mér. Ég byrjaði að halda mikið upp á Manchester United. Ég elskaði Ryan Giggs, Paul Scholes og David Beckham á þeim tíma."

„Núna held ég að ég sé komin aftur til Leeds. Ég lofaði pabba að þegar þeir kæmust aftur upp, þá væri Leeds mitt lið."

„Hann segir alltaf við mig að næsta liðið mitt eigi að vera Leeds United."

Karlalið Leeds er að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið í 16 ár í B- og C-deildum Englands. Kvennalið félagsins er í D-deild og því verður að teljast afar ólíklegt að Sara fari þangað á næstunni. Sara er í dag á mála hjá Evrópumeisturum Lyon en hún fór þangað í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner