Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði tilkynnti í dag nýjan leikmann en Ási Þórhallsson er kominn til félagsins frá Víði.
                
                
                                    Ási, sem er fæddur árið 1995, er uppalinn í Keflavík og á einn leik að baki í bikar fyrir liðið en hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil með Víði í 2. deildinni.
Hann hefur einnig spilað með Sindra og Gróttu í 2. deildinni en hefur nú ákveðið að taka slaginn með Reyni S. fyrir komandi tímabil.
Ási er varnarmaður en getur einnig spilað á miðju.
Reynismenn hafa verið að styrkja sig síðustu vikur en Fufura samdi við liðið í febrúar.
Reynismenn höfnuðu í fimmta sæti 3. deildar á síðustu leiktíð en ljóst er að liðið ætlar sér stærri hluti í sumar.
„Stjórn ksd. Reynis fagnar liðsaukanum, býður Ása velkominn í félagið og hlakkar til að sjá hann klæðast Reynistreyjunni í sumar," segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        