Það gekk mikið á í Íslendingaslag í sænsku deildinni í kvöld þegar Norrköping fékk Gautaborg í heimsókn.
Norrköping var með tveggja marka forystu í hálfleik en Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp fyrra markið.
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Gautaborgar, var fenginn í viðtal í hálfleik og þar sagði hann frá því að Arnór Ingvi Traustason hefði átt að fá rautt spjald fyrir að traðka á ökklanum á Kolbeini en hann slapp án þess að fá spjald.
Gautaborg reif sig í gang í seinni hálfleik og skoraði þrjú mörk og vann því að lokum 3-2. Kolbeinn var tekinn af velli undir lok leiksins en Arnór og Ísak spiluðu allan leikinn. Gautaborg er með 9 stig eftir fimm umferðir í 6. sæti en Norrköpiing með sex stig í 11. sæti.
Hlynur Freyr Karlsson skoraði í 1-1 jafntefli Brommapojkarna gegn GAIS. Róbert Frosti Þorkelsson var ekki í leikmannahópi GAIS. Brommapojkarna er í 8. sæti með sjö stig og GAIS í 10. sætimeð sex stig.
???? "Det är rött"
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) April 24, 2025
Kolbeinn Thordarson om stämplingen från Arnór Traustason.
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/Riywdjkwpj
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Al-Orobah gerði 2-2 jafntefli gegn Al-Fayha í sádí arabísku deildinni. Al-Orobah er í 16. sæti með 27 stig, stigi frá öruggu sæti, eftir 29 umferðir.
Elías Már Ómarsson var tekinn af velli undir lok leiksins þegar NAC Breda gerði 1-1 jafntefli gegn AZ Alkmaar í hollensku deildinni. Breda er með 32 stig í 14. sæti eftir 30 umferðir.
Athugasemdir