Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. maí 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham hyggst halda Moyes - Ætla að styrkja liðið
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Palhinha.
Palhinha.
Mynd: Getty Images
Auknar líkur eru á því að West Ham haldi David Moyes sem stjóra liðsins og félagið stefnir á að kaupa Joao Palhinha frá Fulham og Harvey Barnes frá Leicester í sumar.

Það hefur verið talsverð pressa á Moyes á þessu tímabili en félagið hefur staðið með honum. Liðið hefur unnið baráttuna við falldrauginn og er komið í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu þar sem liðið mun leika gegn Fiorentina.

Samkvæmt heimildarmönnum Guardian ætla æðstu menn West Ham ekki í stjóraskipti í sumar. West Ham verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili ef liðið vinnur Fiorentina.

Ekki er þó búið að taka lokaákvörðun en eftir tímabilið mun stjórnin setjast niður með Moyes. Skotinn hefur oft sagt að samband hans við æðstu menn félagsins sé gott.

West Ham vill fá inn yfirmann fótboltamála til að styrkja ferlið í leikmannakaupum. Líklegt er að félagið missi fyrirliðann og miðjumanninn Declan Rice en toppliðin hafa öll áhuga á að fá hann.

West Ham vonast til að fá að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir Rice en hann skilur eftir sig stórt skarð að fylla. Einn mögulegur leikmaður til að fá í hans stað er portúgalski landsliðsmaðurinn Palhinha sem hefur heillað hjá Fulham. Hann er harður í horn að taka og verið öflugur sem varnartengiliður. Fulham keypti Palhinha fyrir 20 milljónir punda og vill ekki missa þennan 27 ára leikmann.

James Ward-Prowse, sem mun væntanlega yfirgefa Southampton eftir fall liðsins, er annar möguleiki fyrir West Ham.

Moyes vill ennig fá inn vængmann og þar er Barnes nefndur. Þessi 25 ára leikmaður er verðmetinn á að minnsta kosti 50 milljónir punda en gæti orðið ódýrari ef Leicester fellur á sunnudag. West Ham mætir Leicester í lokaumferðinni. Aston Villa hefur einnig áhuga á Barnes en hann hefur skorað 12 mörk á tímaiblinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner