Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 24. maí 2025 19:56
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við erum bara ánægðir með leikinn. Stóðum okkur vel og lögðum okkur mikið fram á móti flottu Aftureldingarliði, sem að er nýbúið að koma til baka og vinna á móti KR. Það er skemmtileg ára yfir Aftureldingu, bara gott lið á boltann og mér fannst við bara standa okkur vel í dag. Mér fannst við fá færin í fyrri hálfleik, fáum tvö góð færi. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo skot á vítateignum. Svo er seinni hálfleikur þannig að við erum meira að reyna að ná markinu,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Hallgrímur talaði um augljóst mikilvægi þess að vinna fótboltaleiki og hann sagði að það hefði verið frábært að sjá hversu vel menn bökkuðu hvorn annan upp. Þá var augljóst eftir afleitan varnarleik gegn Fram að eitthvað þyrfti að breytast. KA liðið hefur núna haldið hreinu í tveimur leikjum í röð og það er eitthvað til þess að byggja á.

„Við þurftum að átta okkur á því að við þyrftum að verjast betur sem lið, því að hitt var ekki að ganga og margar ástæður fyrir því. Byrja á því að sinna vörninni og ég hef fengið frábær svör. Tveir leikir þar sem að allir leggja sig fram og þá gerast góðar hlutir. Við erum með frábært lið, frábæra leikmenn og frábært KA hjarta. Við sáum það bara undanfarin ár, hvernig þeir standa saman þegar illa gengur og það er auðvelt að standa saman þegar að vel gengur - en þegar illa gengur kemur aðeins í ljós úr hverju þú ert gerður. Stjórnin, fólkið hérna í KA heimilinu, áfram gakk. Þannig komum við okkur út úr vandræðunum og akkúrat núna er góð tilfinning, en það er vissulega mikil vinna framundan og mótið er bara nánast rétt byrjað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner