Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Ýmir með fimm stiga forystu - Skallagrímur skoraði tíu
Ýmir hefur unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli
Ýmir hefur unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Skallagrímur skoraði tíu
Skallagrímur skoraði tíu
Mynd: Hanna Símonardóttir
Kría vann Hamar, 5-2
Kría vann Hamar, 5-2
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir er með fimm stiga forystu í efsta sæti 4. deildar karla eftir átta umferðir spilaðar.

Ýmismenn unnu 5-2 sigur á KFS. Staðan var 2-2 fram að 89. mínútu en þá skoraði Guðmundur Axel Blöndal þriðja mark Ýmis og tók það allan þrótt úr KFS.

Jón Karl Einarsson, sem kom inn af bekknum í leiknum, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og gulltryggði sigurinn. Ýmir er með 22 stig á toppnum og er Arian Ari Morina, sem gerði eitt mark í kvöld, markahæstur með 10 mörk.

Sölvi Snorrason gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 10-1 sigri Skallagríms á RB. Alejandro Gomez og Recoe Martin gerðu báðir tvö mörk fyrir Borgnesinga sem voru að vinna annan leik sinn í sumar.

KÁ og KH gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum. Bjarki Sigurjónsson gerði jöfnunarmark KÁ undir lok leiks.

Kría vann þá Hamar 5-2 í miklum baráttuleik. Heimamenn komust í 3-0, en Hamar náði að minnka muninn niður í eitt mark áður en Ólafur Stefán Ólafsson og Ástráður Leó Birgisson sigldu sigri Kríu heim.

Kría er í 3. sæti með 13 stig en Hamar í öðru sæti með 17 stig.

Úrslit og markaskorarar:

RB 1 - 10 Skallagrímur
0-1 Alejandro Serralvo Gomez ('17 )
0-2 Carlos Javier Castellano ('22 )
0-3 Sölvi Snorrason ('26 )
0-4 Alejandro Serralvo Gomez ('33 )
0-5 Sölvi Snorrason ('61 )
0-6 Recoe Reshan Martin ('63 )
1-6 Dusan Lukic ('75 )
1-7 Sölvi Snorrason ('80 )
1-8 Sölvi Snorrason ('83 )
1-9 Recoe Reshan Martin ('85 )
1-10 Sölvi Snorrason ('89 )

Ýmir 5 - 2 KFS
0-1 Heiðmar Þór Magnússon ('16 )
1-1 Gabriel Delgado Costa ('22 )
1-2 Heiðmar Þór Magnússon ('25 )
2-2 Arian Ari Morina ('39 )
3-2 Guðmundur Axel Blöndal ('89 )
4-2 Jón Karl Einarsson ('90 )
5-2 Jón Karl Einarsson ('90 )

KÁ 2 - 2 KH
0-1 Ingólfur Sigurðsson ('17 )
1-1 Viktor Smári Elmarsson ('19 )
1-2 Friðrik Óskar Reynisson ('21 )
2-2 Bjarki Sigurjónsson ('90 )
Rautt spjald: Haukur Ásberg Hilmarsson , KH ('90)

Kría 5 - 2 Hamar
1-0 Viktor Steinn Bonometti ('7 )
2-0 Leonidas Baskas ('12 )
3-0 Ingi Hrafn Guðbrandsson ('41 )
3-1 Máni Snær Benediktsson ('46 )
3-2 Guido Rancez ('81 )
4-2 Ólafur Stefán Ólafsson ('87 )
5-2 Ástráður Leó Birgisson ('89 )
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner