Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mán 24. júní 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Inter bíður eftir fyrsta tilboði Bayern
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter muni ekki bjóða Hakan Calhanoglu nýjan samning með launahækkun þrátt fyrir áhuga frá þýska stórliðinu Bayern München.

Tyrkneski landsliðsmaðurinn er sagður vilja fara til Þýskalands og búast forráðamenn Inter við formlegu tilboði frá Bæjurum á næstu klukkustundum.

Calhanoglu er þegar að fá næstum sjö milljónir evra í laun frá Inter, meira en ítalski landsliaðsmiðurinn Nicolo Barella sem nýlega skrifaði undir nýjan samning. Inter vill ekki hækka laun hans frekar.

Calhanoglu er þrítugur og hefur leikið 88 landsleiki fyrir Tyrkland. Miðjumaðurinn kom til Inter frá AC Milan 2021.
Athugasemdir
banner
banner