Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. júlí 2022 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Lukaku snúi aftur til Chelsea á næsta ári
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun líklega ekki snúa aftur til Chelsea á næsta ári, en Sun hefur heimildir fyrir því að Inter getur haldið honum á láni í ár til viðbótar.

Chelsea keypti Lukaku frá Inter á síðasta ári fyrir 97 milljónir punda en eftir arfaslakt tímabil á Englandi var hann lánaður aftur til ítalska félagsins.

Inter greiðir um 10 milljónir punda fyrir lánsdvölina og gerir Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ekki ráð fyrir honum á næsta tímabili ef marka má frétt Sun.

Chelsea ætlar ekki að taka aftur við honum á næsta ári og er góður möguleiki á því að hann verði annað ár hjá Inter á láni.

Lukaku skoraði einungis 8 deildarmörk á síðasta tímabili fyrir Chelsea sem hafnaði í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner